Víkingatónn

Það er mjög gott mál að Straumur Burðarás hafi grætt svona vel á sænska markaðnum.  Hinsvegar er svolítið leiðinlegt að talað sé um íslenska fjárfesta sem víkinga í erlendum fjölmiðlum.

Eins og fram kemur í greininni á mbl.is er talað um að íslendingarnir séu að "fara heim með gullið".  Fyrirsögnin er "Íslendingarnir sigla heim".  Á sænsku er fyrirsögnin og fyrsta setningin sem hér segir:

Islänningarna seglar hem
Två av de fyra isländska storägarna på Stockholmsbörsen har valt att sälja av en stor del av innehaven och ta hem guldet.

Það er ekki skrýtið að erlendir fjölmiðlar skuli kjósa að fjalla svona um íslenska fjárfesta því þeir fylgja einfaldlega fordæmi Íslendinga.  Manna á milli þykir fyndið að líkja fjárfestingum á 21. öldinni við dráps- og nauðgunarferðir úr íslendingasögum --- ýktum lýsingum sem sennilega eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.

Ég tel að við íslendingar en sérstaklega íslenskir fjölmiðlar eigi að gæta tungu sinnar og tala af meiri yfirvegun um þátttöku okkar í erlendu viðskiptalífi.


mbl.is Straumur og Kaupþing hafa selt sænsk hlutabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband