Pyntingatæki skv. nefnd SÞ

Nefnd sameinuðu þjóðanna um pyntingar ráðlagði nýlega Portúgölum að nota ekki Taser X26 byssur.  Í umsögn þeirra kemur fram að byssurnar valda miklum sársauka og notkun þeirra teljist til pyntinga.

Frétt í Herald Sun

Mín skoðun er sú að þessi tæki séu hættuleg því freisting lögregluþjónsins til að nota byssuna er mikil.  Hún veldur sjaldan varanlegum skaða, ólíkt skotvopnum.   Ég hef þungar áhyggjur af því að lögregluofbeldi færi vaxandi.

Ég hef ekki orðið var við það í fréttaflutningi að íslenskum lögregluþjónum stafi mikil hætta af ofbeldi og þurfi á áhrifaríkari ofbeldistækum að halda.

 


mbl.is Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá ekki að það kæmi í fréttum á Íslandi, en á föstudaginn lést enn einn maður í Kanada eftir að hafa verið stuðaður með svona tæki, og það þýðir að það eru ÁTTA samhliða rannsóknir í gangi, í Kanada, á tilfellum þar sem eitthvað hefur verið athugavert við notkun Taser vopna þar í landi.

Fransman (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Óli Þór Atlason

Þessar rannsóknir sem eru í gangi í Kanada benda einmitt til þess að lögreglumenn séu orðnir heldur gikksglaðir með þessi tæki í höndum.

Málið er náttúrulega flóknara erlendis, þar sem Taser byssurnar koma að einhverju leyti í stað hefðbundinna skotvopna.  Þá má færa rök fyrir því að Taser valdi að öllu jöfnu minni skaða en skot í bringuna.  Á Íslandi eiga þau rök hinsvegar ekki við.  Þannig er erfitt að finna sterk rök fyrir innleiðingu þessara vopna.

Óli Þór Atlason, 25.11.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Hin Hliðin

Þessar Tazer byssur sem lögreglan er að hugleiða að taka í notkun hérna er með hljóð og myndupptöku sem fer í gang um leið og hún er tekin úr hulstri þannig að það er frekar erfitt fyrir íslenska lögreglumenn að misnota þetta og nota sem eitthvað pyntingatæki.  Og þó að þú sjáir ekki töluverða aukningu á fréttum þar sem ráðist er á lögreglumenn þá sjá það aðrir.  Ástandið er ekki til að hrópa eitthvað húrra fyrir hérna á skerinu okkar.

Svo er annað í þessu líka.  Þetta er ekki bara ætlað í sjálfsvörn.  Ef menn eru t.d. með hnífa eða kylfur er þetta upplagt áhald til að yfirbuga slíka menn sem hlýða ekki skipunum lögreglu og eru líklegir til að beita því gegn öðrum.

Hin Hliðin, 25.11.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband