26.5.2008 | 15:34
Hlýnun jarðar er þróunarkenning landans
59% aðspurðra íslendinga töldu sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af hlýnun jarðar.
Skv. könnun Gallup síðan í fyrra þá trúðu 66% bandaríkjamanna á sköpun, þ.e. að guð skapaði manninn í núverandi mynd á s.l. 10.000 árum.
Þetta er satt að segja alveg afskaplega neyðarlegt.
Hlýnun ekki ógn á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2008 | 17:39
Vaknaði
Ég bý í Chicago og vaknaði við þennan skjálfta. Áttaði mig reyndar ekki á því af hverju ég hafði vaknað fyrr en ég heyrði fréttina í útvarpinu um morguninn.
Snarpur jarðskjálfti í Illinois | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2008 | 22:45
Hjóla í vinnuna
Ég er ansi hræddur um að heimsmarkaðsverð á hráolíu eigi eftir að hækka burtséð frá því hvað gerist í Ártúnsbrekkunni.
Hvernig væri að byrja að hjóla í vinnuna ?
Lokun vegarins háalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2007 | 19:46
Pyntingatæki skv. nefnd SÞ
Nefnd sameinuðu þjóðanna um pyntingar ráðlagði nýlega Portúgölum að nota ekki Taser X26 byssur. Í umsögn þeirra kemur fram að byssurnar valda miklum sársauka og notkun þeirra teljist til pyntinga.
Mín skoðun er sú að þessi tæki séu hættuleg því freisting lögregluþjónsins til að nota byssuna er mikil. Hún veldur sjaldan varanlegum skaða, ólíkt skotvopnum. Ég hef þungar áhyggjur af því að lögregluofbeldi færi vaxandi.
Ég hef ekki orðið var við það í fréttaflutningi að íslenskum lögregluþjónum stafi mikil hætta af ofbeldi og þurfi á áhrifaríkari ofbeldistækum að halda.
Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2007 | 06:42
Villandi fyrirsögn
Í fréttinni kemur fram að Björgvin vill leggja gjöld á notkun auðlinda, ekki að til standi að rukka útlendinga sérstaklega fyrir slíka notkun. Þetta er ansi alvarleg villa í fyrirsögn þar sem ýjað er að því að Björgvin sé hlynntur sérstökum höftum á útlendinga umfram aðra og sé þar með sekur um útlendingahatur.
Sjálfum finnst mér hið besta mál að fá erlenda fjárfesta inn í íslenskan iðnað og erfitt að ímynda sér betri kost en þann núverandi tískuiðnað sem nýting jarðvarma er. Ekki síður gott að fjárfestirinn er traustur aðili.
Útlendir fjárfestar borgi auðlindagjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 16:54
Víkingatónn
Það er mjög gott mál að Straumur Burðarás hafi grætt svona vel á sænska markaðnum. Hinsvegar er svolítið leiðinlegt að talað sé um íslenska fjárfesta sem víkinga í erlendum fjölmiðlum.
Eins og fram kemur í greininni á mbl.is er talað um að íslendingarnir séu að "fara heim með gullið". Fyrirsögnin er "Íslendingarnir sigla heim". Á sænsku er fyrirsögnin og fyrsta setningin sem hér segir:
Islänningarna seglar hem
Två av de fyra isländska storägarna på Stockholmsbörsen har valt att sälja av en stor del av innehaven och ta hem guldet.
Það er ekki skrýtið að erlendir fjölmiðlar skuli kjósa að fjalla svona um íslenska fjárfesta því þeir fylgja einfaldlega fordæmi Íslendinga. Manna á milli þykir fyndið að líkja fjárfestingum á 21. öldinni við dráps- og nauðgunarferðir úr íslendingasögum --- ýktum lýsingum sem sennilega eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.
Ég tel að við íslendingar en sérstaklega íslenskir fjölmiðlar eigi að gæta tungu sinnar og tala af meiri yfirvegun um þátttöku okkar í erlendu viðskiptalífi.
Straumur og Kaupþing hafa selt sænsk hlutabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 17:32
Tölvubúnaði hvers ?
Það er tvennt sem mig langar til að benda lesendum á í sambandi við þessa frétt.
Í fyrsta lagi er staðreyndavilla. Bilunin varð í tölvukerfum NYSE, ekki Dow Jones. Dow Jones gefur út dagblöð --- það kemur hlutabréfaviðskiptum ekkert við. Tölvurnar sem sjá um viðskiptin á NYSE eru tölvur NYSE.
Í öðru lagi þá eru þrjár vísitölur á bandarískum markaði sem flestir fylgjast með: S&P500, NASDAQ og DJIA. S&P500 byggist á 500 fyrirtækjum, NASDAQ composite á meira en 3000 fyrirtækjum en DJIA á 30 fyrirtækjum. Staðreyndin er sú að DJIA er óttalega léleg vísitala. Eina ástæðan fyrir að hún er mikið notuð er að hún er í eigu Dow Jones fyrirtækisins, sem gefur líka út Wall St Journal. Þannig er DJIA alltaf notuð í fréttum Wall St Journal. Það er því auðvelt að átta sig á því þegar aðrar fréttastofur eru að apa upp eftir Wall St journal.
Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 17:23
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)