Tölvubúnaði hvers ?

Það er tvennt sem mig langar til að benda lesendum á í sambandi við þessa frétt.

 

Í fyrsta lagi er staðreyndavilla. Bilunin varð í tölvukerfum NYSE, ekki Dow Jones. Dow Jones gefur út dagblöð --- það kemur hlutabréfaviðskiptum ekkert við.  Tölvurnar sem sjá um viðskiptin á NYSE eru tölvur NYSE. 

 

Í öðru lagi þá eru þrjár vísitölur á bandarískum markaði sem flestir fylgjast með: S&P500, NASDAQ og DJIA.  S&P500 byggist á 500 fyrirtækjum, NASDAQ composite á meira en 3000 fyrirtækjum en DJIA á 30 fyrirtækjum.  Staðreyndin er sú að DJIA er óttalega léleg vísitala.  Eina ástæðan fyrir að hún er mikið notuð er að hún er í eigu Dow Jones fyrirtækisins, sem gefur líka út Wall St Journal.  Þannig er DJIA alltaf notuð í fréttum Wall St Journal.  Það er því auðvelt að átta sig á því þegar aðrar fréttastofur eru að apa upp eftir Wall St journal.

 


mbl.is Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband