14.9.2007 | 06:42
Villandi fyrirsögn
Í fréttinni kemur fram að Björgvin vill leggja gjöld á notkun auðlinda, ekki að til standi að rukka útlendinga sérstaklega fyrir slíka notkun. Þetta er ansi alvarleg villa í fyrirsögn þar sem ýjað er að því að Björgvin sé hlynntur sérstökum höftum á útlendinga umfram aðra og sé þar með sekur um útlendingahatur.
Sjálfum finnst mér hið besta mál að fá erlenda fjárfesta inn í íslenskan iðnað og erfitt að ímynda sér betri kost en þann núverandi tískuiðnað sem nýting jarðvarma er. Ekki síður gott að fjárfestirinn er traustur aðili.
Útlendir fjárfestar borgi auðlindagjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.